*

mánudagur, 18. janúar 2021
Innlent 8. október 2020 10:46

Fátækt ekki aukist í tvo áratugi

Áætlað er að fólki sem lifir við sárafátækt muni fjölga um allt að 150 milljónir, áður var gert ráð fyrir að fátækt myndi dragast saman.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Alþjóðabankinn gerir ráð fyrir að fólki við sárafátækt muni fjölga um 115 milljónir á þessu ári, sökum áhrifa af heimsfaraldrinum. Á næsta ári gæti fjöldinn orðið allt að 150 milljónir. Fólk sem lifir við sárafátækt hefur ekki fjölgað síðan árið 1998 þegar fjármálakreppan í Asíu skall á.

Áður en faraldurinn reið yfir hafði bankinn gert ráð fyrir að sárafátækt myndi dragast saman um 7,9% á árinu. Þeir teljast til sárafátæktar sem lifa á minna en 1,9 Bandaríkjadali á dag, andvirði 264 króna. Umfjöllun á vef BBC.

Sjá einnig: Auðkýfingar aldrei ríkari

Markmið Alþjóðabankans hefur verið að lækka sárafátækt niður fyrir þrjú prósent fyrir árið 2030. Ekki er gert ráð fyrir að það markmið náist sökum breyttra aðstæðna vegna heimsfaraldursins. Á milli áranna 2015-2017 fækkaði þeim sem búa við sárafátækt um 52 milljónir.

Stikkorð: Sárafátækt COVID-19