Fátækustu bresku heimilin eru meðal þeirra allra fátækustu í vestur Evrópu. Fátæktin sem sá hópur upplifir er svipaður og í löndunum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, samkvæmt nýjustu tölum.

Skýrsla sem byggð er á OECD tölum hefur verið birt sem bendir til að lífskjör fátækustu 20 prósent íbúa Bretlands séu verri en í nærri því öllum norðvestur Evrópulöndum sem Bretar telja jafnvíg sér.

Þeir sem flokkast til 20% ríkustu landsmanna í Bretlandi voru í hópi þeirra ríkustu í Evrópu. Á eftir þeim komu íbúar landa í Þýskalandi og Frakklandi. En myndin er allt önnur þegar menn horfa á fátækustu 20 prósentin. Laun þeirra voru mun lægri en hjá lægstu 20 prósentunum í öðrum Evrópuríkjum þar sem jafnari laun viðgangast.

OECD áætlar að meðallaun hjá fátækustu 20 prósentunum í Bretlandi séu um 9530 dollarar á ári eða rúmlega ein milljón á ári sem er lægra en hjá sama launþegahópi í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Danmörku.

Lífskjör hjá fátækum Bretum eru því svipaðri lífskjörum fátækustu manna í Slóveníu, eða Tékklandi. Þetta bendir til að vaxandi ójöfnuður ríki í Bretlandi.

Sem dæmi um aukinn efnahagslegan ójöfnuð má benda til þess að top eitt prósenta íbúa í Bretlandi þyggja þrettán prósent af heildartekjum þjóðarinnar á meðan sú tala er sex prósent í bæði Hollandi og Danmörku.