Fataverslun minnkaði um 4,2% í mars miðað við sama mánuð á síðasta ári á föstu verðlagi. Salan jókst um 13,6% á breytilegu verðlagi. Aðilar á fatamarkaði hafa undanfarið vakið athygli á samdrætti í fataverslun og kvarta undir þungri skattbyrði.

Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta fataverslunar í mars um 3,9% frá sama mánuði í fyrra en verð á fötum hækkaði um 2,6% frá sama mánuði fyrir ári. Fataverslun hefur því enn ekki náð að rétta úr kútnum eftir hrun. Skóverslun hefur hins vegar heldur aukist. Ef litið er á fyrstu þrjá mánuði ársins jókst skóverslun um 13,6% á meðan fataverslun dróst saman um 2,6%.