Íslendingar keyptu minna af fötum og skóm í október en árið áður. Velta í fata- og skóverslun dróst saman í október síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra, þó að verð á fötum hafi verið 5,9% lægra en fyrir ári. Þetta kemur fram í Smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Ef borið saman veltu í fataverslun síðastliðna þrjá mánuði miðað við sömu þrjá mánuði fyrra þá er nánast engin breyting á veltunni milli ára. Þó er hægt að minnast á að tollar voru felldir af fötum sem hvatti í kjölfarið til aukinnar sölu á fötum hér innanlands.

„Á þessu ári hefur gengi íslensku krónunnar styrkst verulega og þar með er hagstæðara fyrir landsmenn að versla erlendis núna en í fyrra. Enda var greiðslukortavelta Íslendinga erlendis í október síðastliðnum 19% meiri en í október í fyrra, sem gefur vísbendingu um að aukning hafi verið innkaupum landsmanna erlendis. Líklega eru fatakaup þar innifalin,“ segir í greiningu Rannsóknarseturs verslunarinnar.