Landsbankinn stóð í morgun fyrir fundi í Hörpu um fjárfestingatækifæri í verslun og þjónustu. Meðal þeirra sem héldu erindi á fundinum var Jón Björnsson forstjóri Festar hf., en hann ræddi um íslenskt smásöluumhverfi og tækifæri til framtíðar í þeim geira.

Í erindinu sagði Jón að íslensk fataverslun væri ekki samkeppnishæfa í alþjóðlegum samanburði. Í úttekt Hagfræðideildar Landsbankans um verslun og þjónustu sem kynnt var á fundinum kom m.a. fram að íslensk fataverslun hefði ekki tekið vel við sér frá hruni og að sterkar vísbendingar væru um að hún væri að færast í auknum mæli út fyrir landsteinana.

Erfitt tollaumhverfi

Jón sagði að ein helsta ástæðan fyrir erfiðu umhverfi fataverslunar væri þungbært tollaumhverfi fyrir innflutning á fatnaði til landsins. Ef létt yrði á því segir Jón að ríkið gæti vel mögulega innheimt sömu upphæð og það innheimtir vegna tolla í virðisaukaskatti.

VB Sjónvarp ræddi við Jón.