Undanfarnar vikur höfum við talið út fréttir af einstökum forsetaframbjóðendum, en þar hefur forsetinn haft betur, sama hvaða mælikvarði er notaður.

Eins og rakið hefur verið þarf það þó ekki að vera til marks um neinar sérstakar hneigðir miðlanna, aðrar en að greina frá því sem fréttnæmast er.

Hins vegar er það athyglisvert — ekki síst í ljósi þess hve hatrömm kosningabaráttan hefur verið á köflum — hvað fjölmiðlar hafa í raun verið hófstilltir í umfjöllun um hana.

Sem sjá má var það ekki fyrr en í seinni hluta maí sem fréttafjöldi á viku náði einhverjum hæðum, en allan júnímánuð hefur þeim farið fækkandi viku frá viku, rétt eins og fjölmiðlar veigri sér við þeim. Rétt er þó að geta þess að síðasta vikan í súluritinu er ekki öll, þannig að sjálfsagt mun hún hækka nokkuð.

Hér að neðan má sjá helstu tölfræðina sl. viku:

Tölfræði fjölmiðla vikuna 21.06.12 - 27.06.12.
Tölfræði fjölmiðla vikuna 21.06.12 - 27.06.12.
© vb.is (vb.is)