Gengi hlutabréfa hækkaði á mörkuðum vestanhafs í gær eftir að Janet Yellen, sem um síðustu mánaðamót settist í stól aðalseðlabankastjóra í Bandaríkjunum, sagði á fundi með öldungardeildarþingmönnum í dag. Á fundinum gerði hún grein fyrir stefnu seðlabankans næstu misserin í skugga eftirmála fjárkreppunnar.

Yellen sagði m.a. að í undirbúningi sé að draga úr stuðningi við efnahagslífið í skrefum þrátt fyrir dapra stöðu á vinnumarkaði og óróleika á nýmörkuðum.

Í umfjöllun bandaríska dagblaðsins USA Today segir um málið að fátt hafi komið á óvart í erindi Yenet. Hún hafi flutt mál sitt af blaði og það sem þar stóð verið í samræmi við fyrri yfirlýsingar bankans í peningamálum.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur hækkaði um 0,88% frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði vestanhafs, S&P 500-vísitalan hefur hækkað um 0,75% og Nasdaq-vísitalan um 0,66%.