Forstöðumenn Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) funduðu með fjárlaganefnd síðastliðinn miðvikudag. Tilgangur fundarins var sá að upplýsa hver uppruni fjármagns væri sem Íslandspóstur ohf. hefði nýtt í rekstur sinn og fjárfestingar á undanförnum árum, meðal annars til kaupa á dótturfélögum og lánveitinga til þeirra.

Ríkisfyrirtækið hefur ítrekað verið sakað um að nota tekjur af ríkisverndaðri einokunarstarfsemi á póstmarkaði til að greiða niður samkeppnisrekstur og er nú í sáttameðferð hjá Samkeppniseftirlitinu.

„Ég var engu nær eftir þennan fund. Það er ekki nokkur leið að fá þessar upplýsingar,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.

„Ég þráspurði þá [forstöðumenn PFS, innsk. blm.] hvaðan þetta fjármagn hefði komið sem var notað til að kaupa upp fyrirtæki á samkeppnismarkaði. Þá komu þau svör að þeir hefðu ekki lögsögu með samkeppnisrekstrarhluta Íslandspósts. Það eru engin svör gefin,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .