Faxaflóahafnir, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, hafa greitt eigendum 173 milljóna króna arð. Er þetta í annað sinn sem arður er greiddur út og er upphæðin sú sama og greidd var í fyrra. Vísir.is greinir frá.

Reykjavíkurborg fær tæplega 130 milljónir króna í sinn hlut, Akranes tæpar 19 milljónir og Hvalfjarðarsveit um 16 milljónir króna. Önnur sveitarfélög sem fá greiddan arð eru Borgarbyggð og Skorradalshreppur.