Faxaflóahafnir högnuðust um tæpar 248,7 milljónir króna á síðasta ári. Þetta er rúmlega 21 milljóna króna samdráttur á milli ára.

Fram kemur í ársskýrslu Faxaflóahafna að rekstrartekjur hafi aukist um 133 milljónir króna á milli ára. Farið úr rúmum 2,3 milljörðum í 2,4 milljarða. Á móti jukust rekstrargjöld um 83 milljónir króna. Þau fóru úr 2.014 milljónum króna í tæpa 3 milljarða. Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur jókst að sama skapi verulega, fór úr 74,5 milljónum króna árið 2010 í 156 milljónir á síðasta ári.

Fram kemur í inngangsorðum Hjálmars Sveinssonar, stjórnarformanns Faxaflóahafna, að tekjur nemi séu háðar gengisveiflum krónunnar og aflabrögðum. Eigendur geri sömuleiðis kröfu um arðgreiðslur á sama tíma og þeim sé í mun að hækka gjaldskrá sína mjög varlega svo verðlag á innfluttri vöru hækki ekki um of. Reykjavíkurborg á 75% hlut í Faxaflóahöfnum, Akraneskaupstaður 10,7% en Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshreppur afganginn.

Faxaflóahafnir greiddu eigendum sínum 173 milljónir króna í arð.