Bandaríska alríkislögreglan er að rannsaka tilboð sem gert var í öll hlutabréf í snyrtivöruframleiðandann Avon á fimmtudag. Fyrirtækið PTG Capital Partners sagðist tilbúið að greiða 18,75 dali fyrir hvern hlut, sem er um þrefalt gengi hlutabréfanna á fimmtudag. Í kjölfarið hækkaði gengi hlutabréfa Avon um 20%.

Samkvæmt gagnagrunni SEC, bandaríska fjármálaeftirlitsins, er PTG skráð í Breska Indlandshafssvæðinu, sem er eyjaklasi milli Afríku og Indónesíu, en þar býr enginn og engin fyrirtækjaskrá er á svæðinu.

Er nú jafnvel talið að fyrirtækið umrædda sé ekki til og eru SEC og FBI að rannsaka málið sem hugsanlega markaðsmisnotkun.