Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í gær húsleit á skrifstofum þriggja vogunarsjóða. Grunur liggur á að víðtæk innherjasvik hafi átt sér stað innan þeirra og er búist við að málin fari fyrir dóm þegar á þessu ári.

Í frétt Reuters segir að um klukkan tíu í gærmorgun hafi FBI gert húsleitir á skrifstofum sjóðanna. Hjá sjóðnum Diamondback Capital Management var 60 starfsmönnum hans skipað að leggja niður vinnu og þau leidd inn í fundarherbergi. Þar var þeim gert að vera í um klukkustund.

Hinir sjóðirnir tveir eru Level Global Investors og Loch Capital Management.