Steingrímur Erlingsson.
Steingrímur Erlingsson.

Fáfnir Offshore fékk umhverfisverðlaun á Offshore Support Journal ráðstefnunni í Lundúnum í síðustu viku. Verðlaunin fékk fyrirtæki fyrir skip sem verður afhent í marsmánuði 2016. „Við tókum ákvörðun um að byggja bát með hybrid eiginleika, sem keyrir bæði á dísil og rafmagni, og er þess vegna mjög umhverfisvænn,“ segir Steingrímur Erlingsson, forstjóri Fáfnis Offshore.

Þetta er hinsvegar ekki eina viðurkenningin sem Steingrímur hefur hlotið á undanförnum vikum, því hann fékk einnig verðlaun fyrir hugrekki á verðlaunahátíð Fearnley Offshore Supply í Ósló fyrir um hálfum mánuði síðan. Verðlaunin fékk hann fyrir störf við olíuborpall í Rússlandi.

„Þá var Polarsyssel síðasti báturinn til þess að yfirgefa Rússland áður en allt fraus. Norðmennirnir voru búnir að yfirgefa svæðið þremur dögum áður en ég hékk a þessu þangað til það var farið að frjósa í lögninni hjá mér,“ segir Steingrímur að lokum og bætir við að hann hafi fengið afhentan Superman-búning við tilefnið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Með blaðinu fylgir einnig sérblað Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Reitir og Eik stefna á skráningu á markað í apríl
  • Nova og Vodafone vilja sameinað félag um farsímaþjónustu.
  • Landsvirkjun hefur greitt niður skuldir um 80 milljarða frá árslokum 2009.
  • Arion banki, MP banki og Íslandsbanki högnuðust samanlagt um 51,7 milljarða á síðasta ári.
  • Tónlistarmaðurinn Prins Póló  segir gott að semja tónlist í bílnum.
  • Ragnar Jónasson, yfirlögfræðingur hjá Gamma, segir ritstörfin skipa stóran sess.
  • Baldvin Jónsson hefur markaðssett vörur í Bandarikjunum en nú lýkur því verkefni líklegast.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað.
  • Týr fjallar um frelsi í áfengismálum.
  • Óðinn skrifar um dóm Hæstaréttar í Al-Thani málinu.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira