Það var kátt á hjalla í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) veitti sína árlega viðurkenningu.

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, hlaut viðurkenninguna og Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, eigendur Tulipop, hlutu hvatningarverðlaunin.

Guðrún Lárusdóttir hlaut þakkarviðurkenningu FKA en hún hefur rekið Stálskip ásamt eiginmanni sínum í nærri hálfa öld. Samtök verslunar og þjónustu hlutu Gæfusporið 2012 sem Margrét Kristmannsdóttir, formaður félagsins, veitti viðtöku.

Hafdís í World Class
Hafdís í World Class
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA, og Hafdís Jónsdóttir, formaður FKA.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, mætti á viðurkenningarhátíð FKA.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Svana Helen Björnsdóttir, Sigríður Snævarr og Rannveig Rist mætti í Ráðhúsið.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Það var skemmtileg stemning í Ráðhúsinu og margir sem skáluðu fyrir þeim sem hlutu viðurkenningu. Til hægri á myndinni er Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs.

Dögg Hjaltalín
Dögg Hjaltalín
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Kristín Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Kauphallarinnar, og Dögg Hjaltalín, framkvæmdastjóri FVH.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, fagnaði ásamt fleirum í Ráðhúsinu.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Björn Leifsson, eigandi World Class, ásamt dóttur sinni Birgittu Líf Björnsdóttur.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Katrín Helga Hallgrímsdóttir og Elísabet Ingunn Einarsdóttir.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Anna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri GA smíðajárns, sem hér er hægra megin á myndinni, var viðstödd afhendinguna ásamt fleirum.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hafdís Jónsdóttir, formaður FKA, og Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, stilltu sér upp með þeim sem fengu viðurkenningu FKA.

Margrét Guðmundsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Margrét Guðmundsdóttir þakkaði fyrir sig í ávarpi.

Margrét Guðmundsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hafdís og Katrín Júlíusdóttir ásamt Margréti Guðmundsdóttur, sem sýnir viðurkenninguna.

Guðrún Lárusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Guðrún Lárusdóttir og Steingrímur J. Sigfússon
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, heilsar hér Guðrúnu Lárusdóttur í Stálskipum. Guðrún er formaður Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar og eina konan í stjórn LÍÚ. Guðrún og Ágúst Sigurðsson, maður hennar stofnuðu Stálskip fyrir rúmum 40 árum. Hún stýrir rekstri útgerðarinnar en Ágúst sölu og markaðsmálum.

Guðrún Lárusdóttir
Guðrún Lárusdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Guðrún Lárusdóttir sagði gott samstarf með eiginmanninum lykilinn að góðum árangri Stálskipa.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hafdís Jónsdóttir, formaður FKA, Guðrún í Stálskipum og Katrín fjármálaráðherra.

Helga Árnadóttir annar eigandi Tulipop
Helga Árnadóttir annar eigandi Tulipop
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Helga Árnadóttir hjá Tulipop þakkaði fyrir viðurkenningu FKA.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
FKA veitti þeim Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur Hvatningaverðlaun fyrir ævintýraheiminn Tulipop. Í þeim heimi búa sveppasystkinin Búi og Glói ásamt fjölda annarra karaktera sem eiga sér sumar hverjar mennskar fyrirmyndir.

Margrét Kristmannsdóttir
Margrét Kristmannsdóttir
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Margrét Kristmannsdóttir tók við viðurkenningu FKA fyrir hönd SVÞ.

FKA verðlaun 2013
FKA verðlaun 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Hér má m.a. sjá Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, og Steingrím. J. Sigfússon fylgjast með afhendingu viðurkenninga og ávörpum.