Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Bandaríkjunum í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru fjárfestar enn uggandi yfir mörkuðum vestanhafs og sjá litla von um bata á næstu misserum, svo vitnað sé í viðmælanda Bloomberg.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,6%, Dow Jones lækkaði um 2,7% og S&P 500 lækkaði um 2,3%.

Helstu hlutabréfavísitölur lækkuð strax við opnun markaða en hófu þó fljótt að hækka og það var ekki fyrr en um klukkan var farin að ganga tvö að staðartíma í New York sem markaðir fóru að lækka á ný.

Þar munaði helst um flutningarisann FedEx sem lækkaði um 14% eftir að félagið gaf út afkomuviðvörun fyrir fjórða ársfjórðung. Í tilkynningu frá félaginu segir að búist er við mun minni hagnaði en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir og það megi helst rekja til hins „veirulega veikburða hagkerfis,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

Helsti samkeppnisaðili FedEx, UPS lækkaði í kjölfarið um 7%.