Feðgar með 6,7 milljarða hlut í Ice Fish Farm Þó að Norðmenn séu áberandi í íslensku laxeldi er Íslendinga einnig að finna á hluthafalistanum. Stærstu einstaka hluthafarnir eru líklega feðgarnir Guðmundur Gíslason og Gísli Guðmundsson, sem lengst af var kenndur við bílaumboðið BL, en þeir eiga samanlagt um 18,8% hlut í Ice Fish Farm, móðurfélagi Fiskeldis Austfjarða. Hlutur feðganna er metinn á um 6,7 milljarða króna. Hregg ehf., fjárfestingafélag Gísla, hagnaðist um 1,8 milljarða á síðasta ári þar sem 5,6% hlutur félagsins í Ice Fish Farm er nú skráður á markaðsvirði en var fram til þessa skráður á kostnaðarverði sem nam um 240 milljónum króna í árslok 2019.

Guðmundur Gíslason, sonur Gísla, stofnaði Fiskeldi Austfjarða árið 2012 og er bæði framkvæmdastjóri og stjórnarformaður félagsins. Eggjahvíta ehf., fjárfestingafélag Gísla, er næststærsti hluthafi Ice Fish Farm með 13,12% hlut. Eignarhlutur Eggjahvítu í Ice Fish Farm er nú um 4,7 milljarða króna virði. Bókfært virði eignarhlutarins í nýjasta ársreikningi Eggjahvítu, fyrir árið 2019, var hins vegar um 2,3 milljónir evra í árslok 2019 eða ríflega 300 milljónir króna þar sem hann var færður á kostnaðarverði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .