Stærsti einstaki eignarhlutur einkaaðila í skráðu félagi er 24,7% hlutur Eyris Invest í Marel sem er um 160 milljarða króna virði. Verðmæti hlutar Eyris í Marel hefur tvöfaldast í virði undanfarin þrjú ár. Hlutabréfaverð Marel, sem er langstærsta félagið í íslensku kauphöllinni hefur hækkað um 9% það sem af er ári og er hlutafé Marel um 660 milljarða virði.

Stærstu hluthafar Eyris Invest eru feðgarnir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris, sem samtals eiga 38,5% hlut í Eyri. Óbeinn eignarhlutur feðganna í Marel í gegnum Eyri nemur yfir 60 milljörðum króna.

Sjá einnig: Sjö stærstu 150 milljörðum ríkari

Næstir á eftir feðgunum í hluthafaröð Eyris eru Landsbankinn, Lífeyrissjóðir starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem eiga hvert um sig 11 til 14% hlut í Eyri. Alls nam eigið fé Eyris tæplega 120 milljörðum króna í lok árs 2020.

Ítarlega er fjallað um stærstu fjárfestana á íslenskum hlutabréfamarkaði í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .