Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag hefur Sturla Böðvarsson verið kosinn bæjarstjóri í Stykkishólmi en listi sjálfstæðismanna og óháðra í Vesturbyggð var sjálfkjörin og verður því dóttir hans Ásthildur Sturludóttir aftur bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem feðgin gegna samtímis starfi bæjarstjóra.

Til gamans má einnig geta að Sturla Böðvarsson er að sinna starfi bæjarstjóra Stykkishólms í annað sinn en hann gegndi áður embættinu frá 1974-1991 og Ásthildur er að taka við öðru tímabili sínu en hún tók fyrst við starfinu og sinnti því fyrsti frá 2010-2014.

Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)