Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, hefur gefið fullnægjandi skýringar á því sem talið var „fegrun á bókhaldi“ flugfélagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem fram kemur að í lögbannsbeiðni Iceland Express gegn Matthíasi sem lögð var fram hjá sýslumanninum í Reykjavík á þriðjudag hafi ein af ástæðum þess að honum hafi verið sagt upp 19. september síðastliðinn verið sú að hann hafi „fegrað“ bókhaldið.

Í tilkynningu frá Iceland Express kemur fram að fulltrúar Iceland Express hafi átt fundi með Matthíasi vegna þessa og hafi hann gefið fullnægjandi skýringar á þeim atriðum, sem félagið taldi að ekki hafi verið rétt staðið að við færslu bókhalds félagsins.

Í tilkynningunni kemur fram að þessi hluti ágreiningsins hafi því verið leystur og verði ekki frekari eftirmálar vegna hans.