Franz Fehrenbach, aðalframkvæmdastjóri Robert Bosch, mun ekki taka að sér stjórnformennsku Siemens en þýsk blöð höfðu sagt frá því um helgina að hann væri líklegastur til þess að fá starfið. Siemens leitar nú logandi ljósi að arftaka Klaus Kleinfeld sem tilkynnti á dögunum að hann væri á förum frá fyrirtækinu. Siemens er stærsa verkfræði- og tæknifyrirtæki í Evrópu ef tekið er tillit til sölu.