Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og einn eigenda Plain Vanilla, fékk tæpar 583 milljónir króna í sinn hlut þegar fjárfestingafélögin Tencent Holdings og Sequoia Capital lögðu hugbúnaðarfyrirtækinu til 22 milljónir dala í hlutafé í lok árs 2013.

Þetta kemur fram í ársreikningi WhiteRock ehf., sem heldur utan um eignarhlut Þorsteins í Plain Vanilla Corp, sem er móðurfélag PV hugbúnaðar hf. Hann greiddi sér út 30 milljónir króna í arð á þessu ári samkvæmt ársreikningnum.

Þorsteinn segir að fyrir kaupverðið hafi erlendu fjárfestarnir fengið „örfá prósent“ af hlutafé í Plain Vanilla Corp. Fyrst og fremst hafi viðskiptin þó verið einskonar stofnendaþóknun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ráðleggur stjórnvöldum að segja sem minnst.
  • VR hefur þróað nýja kaupmáttarvísitölu sem tekur tillit til ráðstöfunartekna í stað reglulegra launa.
  • Hvalfjarðasveit vill betri upplýsingar um mengun frá Silicor Materials áður en lengra er haldið.
  • Fjallað er um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um verðtryggð íslensk lán í ítarlegri úttekt.
  • Sælkeraverslanir taka áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar fagnandi.
  • Björgólfur Thor Björgólfsson segir kaupin á Landsbankanum hafa verið hans stærstu mistök í ítarlegu viðtali
  • Verðbólga mælist nú undir 1% og gæti farið undir neðri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands
  • Fjallað um reynsluakstur á BMW X4
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um skoðanakannanir og Óðinn skrifar um ríkisfjármál
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira