*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 26. nóvember 2014 19:50

Fékk 580 milljónir í stofnendaþóknun

Stofnendaþóknun var hluti af samkomulagi Þorsteins Baldurs Friðrikssonar, Sequioa Capital og Tencent Holdings.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og einn eigenda Plain Vanilla, fékk tæpar 583 milljónir króna í sinn hlut þegar fjárfestingafélögin Tencent Holdings og Sequoia Capital lögðu hugbúnaðarfyrirtækinu til 22 milljónir dala í hlutafé í lok árs 2013.

Þetta kemur fram í ársreikningi WhiteRock ehf., sem heldur utan um eignarhlut Þorsteins í Plain Vanilla Corp, sem er móðurfélag PV hugbúnaðar hf. Hann greiddi sér út 30 milljónir króna í arð á þessu ári samkvæmt ársreikningnum.

Þorsteinn segir að fyrir kaupverðið hafi erlendu fjárfestarnir fengið „örfá prósent“ af hlutafé í Plain Vanilla Corp. Fyrst og fremst hafi viðskiptin þó verið einskonar stofnendaþóknun. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ráðleggur stjórnvöldum að segja sem minnst.
  • VR hefur þróað nýja kaupmáttarvísitölu sem tekur tillit til ráðstöfunartekna í stað reglulegra launa.
  • Hvalfjarðasveit vill betri upplýsingar um mengun frá Silicor Materials áður en lengra er haldið.
  • Fjallað er um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins um verðtryggð íslensk lán í ítarlegri úttekt.
  • Sælkeraverslanir taka áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar fagnandi.
  • Björgólfur Thor Björgólfsson segir kaupin á Landsbankanum hafa verið hans stærstu mistök í ítarlegu viðtali
  • Verðbólga mælist nú undir 1% og gæti farið undir neðri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands
  • Fjallað um reynsluakstur á BMW X4
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, Týr fjallar um skoðanakannanir og Óðinn skrifar um ríkisfjármál
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira