Lee Min Bok, flóttamaður frá Norður-Kóreu sem er nú búsettur í Suður-Kóreu, fékk heim í garðinn sinn áróðursbækling frá ríkisstjórn Kim Jong Il eftir að hafa flúið fyrir meira en 20 árum síðan. Bloomberg segir frá þessu.

Í bæklingnum sem Lee fékk heimsendan með hraðflugi sést Park Geun Hye - forseti Suður-Kóreu - hálfnakin, í ástaratlotum við Barack Obama bandaríkjaforseta og Shinzo Abe forsætisráðherra Japan.

Árið 1990 flúði Lee Min Bok einræðisstjórn Kim-fjölskyldunnar sem hefur ráðið ríkjum síðan Kóreustríðið skipti skaganum í norður- og suður-hluta.

Lee flúði eftir að hafa fengið áróðursbækling sjálfur, en í honum stóð að Suður-Kórea hefði ekki verið upphafsaðili Kóreustríðsins.  Því er ákveðin kaldhæðni falin í því að nú mörgum árum síðar skuli hann fá skammt af áróðri frá heimalandi sínu.

Síðan hann flúði hefur Lee einsett sér að koma sambærilegum áróðurssendingum norður við landamærin, í þeim tilgangi að hvetja menn eins og sig til þess að kveðja heimaland sitt og leita grænni grasa.

Meðal þess sem Lee og samstarfsmenn hans senda yfir eru DVD-diskar, útvarpstæki, minniskubbar, Bandaríkjadalir og ýmis konar sælgæti - eins og sjá má á myndinni sem fylgir með fréttinni eru blöðrurnar vel merktar.