Ben Bernanke, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, greindi frá því á ráðstefnu í Chicago í gær að hann hefði gert tilraun til þess að endurfjármagna húsnæðislán sitt en verið synjað um beiðnina.

Bernanke lét af störfum sem seðlabankastjóri á síðasta ári og hefur síðan sótt sér tekjur með margvíslegum hætti, m.a. með ræðuhöldum og bókaskrifum. Án vafa hefur hann þó miklar tekjur en til dæmis fékk hann 250 þúsund dollara fyrir að flytja ræðu fyrr á árinu.

Samt sem áður var honum synjað um lánið vegna hertra útlánareglna sem bandarískir bankar hafa sett í kjölfar efnahagshrunsins. Komu breytingar á starfshögum hans þannig í veg fyrir að hann fengi lánið.

Neil Irwin hjá New York Times gerir málið að umtalsefni í nýjum pistli. Pistilinn má lesa hér .