Hörður Ágústsson, stofnandi tölvuverslunarinnar Maclands, fékk hugmyndina að eigin rekstri árið 2009 þegar hann fékk tölvu frá vinkonu sinni í viðgerð. Hann hafði þá oft bjargað vinum sínum sem áttu bilaðar tölvur án þess að taka nokkuð fyrir. Þegar hann var með tölvuna frá þessari vinkonu sinni í viðgerð ákvað hann að hefja tölvuviðgerðir gegn greiðslu.

„Svo opna ég heimasíðuna 2009 og þetta byrjar bara allt heima í stofunni,“ segir hann. Hann hafi síðan séð að það hafi einungis eitt fyrirtæki, Skakki Turninn/ Epli, verið að sinna notendum Apple vara og það væri þörf fyrir fleiri verslanir og þjónustuaðila á því sviði.

Hörður fékk ekki góðar undirtektir við hugmyndum um að opna verslun fyrr en hann hitti Hermann Fannar Valgarðsson árið 2010 og þeir ákváðu að fara í samstarf.

Ítarlegt viðtal við Hörð Ágústsson birtist í Viðskiptablaðinu í gær. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .