Gera má ráð fyrir því að nöfn Íslendinga sé að finna á lista yfir þá sem grunaðir eru um að hafa stungið fjármunum undan skatti í skattaskjólum í Karíbahafinu, m.a. á Tortóla, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. Uppljóstrari kom gögnunum til fjölmiðla sem m.a. breska dagblaðið Guardian hefur birt upp á síðkastið. Bryndís segir í samtali við RÚV að íslensk skattayfirvöld hafi óskað eftir aðgangi að gögnunum en verið hafnað. Það sama á við um skattayfirvöld á hinum Norðurlöndunum.

Blaðið afhjúpaði fjölda manns, þar á meðal auðjöfra, þjóðhöfðingja, einræðisherra og skemmtikrafta sem hafa stungið peningum undan. Ekki er vitað hvort Íslendingur tengist málinu.

RÚV hafði eftir Bryndísi í dag að hún geri ráð fyrir því að íslensk nöfn sé að finna í gögnunum.

Hér má lesa um gögnin og úrvinnslu þeirra .