Starfslokasamningur Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstóra sparisjóðsins í Keflavík (SpKef ), tryggði honum launagreiðslur í eitt ár eftir að hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri.

Alls fékk Geirmundur greiddar 54 milljónir króna í laun frá ársbyrjun 2009.

Auk þess leysti hann út allan séreignarsparnað sinn eftir að hann lét af störfum sem sparisjóðsstjóri 1. júní 2009. Skömmu áður hafði verið tilkynnt að tap SpKef hefði numið um nítján milljörðum króna fyrir skatta á árinu 2008, sem var síðasta heila árið sem Geirmundur stýrði sjóðnum.

Ársreikningur SpKef fyrir árið 2009 hefur ekki verið birtur opinberlega en ljóst er að áframhaldandi tap var á rekstri hans. SpKef var síðan tekinn yfir af íslenska ríkinu í síðustu viku.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .