TM Software var aðalstyrktaraðili Iceweb 2008, alþjóðlegrar tveggja daga ráðstefnu um vefmál sem haldin var af SVEF, Samtökum vefiðnaðarins, 13. og 14.nóvember sl.

Á ráðstefnunni var settur upp laufléttur spurningarleikur og var starfræn myndavél í verðlaun.

Fjölmargir ráðstefnugestir tóku þátt í spurningarleiknum en svör við spurningunum var hægt að finna í bæklingi um TM Software sem var dreift til allra ráðstefnugesta.

Dregið var úr réttum svörum þátttakanda og var sá heppni Pétur Sigurðsson, starfsmaður í netbankadeild Glitnis.

Hann fékk Canon Ixus 860 IS stafræna 8.0 megapixla myndavél að verðmæti um 36.000 krónur.