Í fyrirtækinu Alda design, sem er í eigu Dagnýar Öldu Steinsdóttur, eru hannaðar og steyptar gólf- og veggflísar úr íslenskri steypu en nú þegar fyrirtækið hefur lokið mörgum verkefnum erlendis en fyrirtækið var starfandi í Bandaríkjunum um árabil. Fyrirtækið er eit þeirra sem fékk atvinnuþróunarstyrk til kvenna sem félagsmálaráðherra úthlutar.

Alda Design var stofnað í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Tucson, Arizona, árið 1995.

Nú er stefnt að markaðssetningu innanlands og mun Alda design kynna vöru sína til þeirra arkitekta og hönnuða sem fyrirtækið hefur unnið með á bandarískum markaði sem íslenska vöru og íslenska framleiðslu. ,,Markmið verkefnisins er að auka sölu og eftirspurn vöru Alda design með því að leggja áherslu á gæði og fegurð vörunnar og að skapa ímynd fyrirtækisins sem framleiðir á sérhannaða íslenska vöru með gæði og góða hönnun í fyrirrúmi," segir í tilkyningu félagsmálaráðherra.

Alda Design er hönnunar og framleiðslufyrirtæki á vistvænni steinsteypu.  Fyrirtækið fjöldaframleiðir einingar samtímis því að gefa hverri og einni einingu persónukennt og lifandi útlit sem ekki er hægt að endurtaka.

„Það gæti reynst erfitt að ímynda sér steypu sem hlýlegt og litfagurt efni en hvað þá heldur að sjá fyrir sér skemmtilega, silkimjúka og lifandi áferð ,en hér er vörulínu minni nákvæmlega lýst.  Hugmyndin að því að fara í framleiðslu á steyptum einingum með því að nota aðeins steypu í sínu náttúrulega formi, varð að veruleika fyrir 12 árum þegar ég stofnaði fyrirtækið Alda Design Inc. í Tucson, Arizona.  Fyrir mér þá er granít fínt fyrir hús en steinsteypa er fyrir heimili.“

Viðskiptavinir Alda Design hafa fram til þessa verið bandarískir arkitektar, innanhússhönnuðir, byggingaverktakar auk almennings. Flísar og borðplötur hafa verið seldar til allflestra ríkja Bandaríkjanna, þó mest til Arizona, Kaliforníu, Kólóradó, New York, Flórída, Nýju Mexikó, Washington-ríkis og Massachusetts. Alda Design hefur nú flutt starfsemi sína til Íslands og hafið framleiðslu á Suðurnesjum.