Viðskiptahugmynd Önnu S. Árnadóttur um að endurbyggja þorpið á Eyrarbakka í frystihúsi staðarins ver eina þeira sem fékk sérstakan styrk félagsmálaráðherra í dag.

Hugmyndin gengur út á að búa þannig til ferðamanna- og fræðslusetur í elsta verslunarþorpi Íslands sem tengir saman gamla tímann og nýja. Þessu markmiði verður náð með því að endurbyggja dansk-íslenskan bæ í anda Eyrarbakka eins og hann var um aldamótin 1900. Í hugmyndinni felst enn fremur að styrkja samskipti Íslendinga og Dana og að efla tengsl milli kynslóða og að halda við söguhefðinni og þekkingunni sem gekk milli kynslóða í munnlegri geymd og verkkunnáttu og að varðveita sögu iðnmenntunar og atvinnulífs á Íslandi eins og segir í tilkynningu félagsmálaráðherra.