Moss Bros Group hefur staðfest að því hafi borist viljayfirlýsing frá fyrirtæki sem Baugur ásamt fleiri fjárfestum hyggst stofna um að kaupa hlutafé í fyrirtækinu á 42 pens á hlut, í reiðufé. Moss hefur veitt hinu nýja fyrirtæki aðgang að bókhaldi félagsin og mun uppfæra markaðinn í samræmi við tilboðið.

Fram kemur á fréttavef DowJones að framkvæmdastjóri Moss Bross, Mark Bernstein, hafi ákveðið að sitja hjá þegar ákvörðunin var tekin. Moss Bross staðfestir að hið nýja fyrirtæki hafi samþykkt að upplýsingar um viljayfirlýsinguna yrðu birtar. Hins vegar sé ekki víst að formlegt tilboð verði gert í félagið.

Markaðsvirði Moss Bros er nú um 44,4 milljónir punda, eða sem svarar ríflega 5,8 milljarða króna. Hefur gengi þess hækkað um 7,5% það sem af er degi í bresku kauphöllinni.