*

sunnudagur, 29. mars 2020
Innlent 7. febrúar 2020 13:45

Félag Andra Más komið með starfsleyfi

Aventura, ný ferðaskrifstofa Andra Más Ingólfssonar, er komin með starfsleyfi og hyggst hefja starfsemi á næstu vikum.

Ritstjórn
Andri Már Ingólfsson.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Aventura, ný ferðaskrifstofa Andra Más Ingólfssonar, fyrrverandi forstjóri og eigandi Primera, fékk á miðvikudag útgefið ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastof. Unnið er að því að ljúka undirbúningi til að hefja rekstur samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

„Aventura mun fyrst íslenskra ferðaskrifstofa opna algjörlega gangvirka bókunarvél á vefnum, þar sem viðskipavinurinn getur búið til sína eigin pakkaferð, og valið úr hagkvæmustu tilboðum á hverjum tíma til vinsælustu áfangastað Íslendinga, hvort sem um er að ræða sólarlandaferðir, borgarferðir eða til fjarlægra áfangastaða. Að auki geta viðskipavinir fundið hagkvæmustu fargjöld og hótelverð um allan heim, en Aventura er með samninga við yfir 600 flugfélög og getur í gengum samninga við birgja, boðið meira en 2 milljónir hótelherbergja um allan heim," segir í tilkynningu frá Aventura.

Sjá einnig: Andri Már stofnar Aventura

Félagið er að fullu fjarmagnað samkvæmt tilkynningunni, og byrjar með eigið fé að upphæð 50 milljón krónur. Félagið auglýsti undir lok árs eftir sölustjóra og sölufulltrúa. Andri Már rak samstæðu Primera um árabil. Flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota haustið 2018, en Arion banki tók yfir ferðskrifstofur samstæðunnar, sumarið 2019, vegna vanskila félagsins.