Eignarhaldsfélagið Hugskot var lýst gjaldþrota með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í lok mars á þessu ári. Félagið var í stærstum hluta í eigu Ara Edwald, forstjóra fjölmiðlafyrirtækisins 365. Félagið átti 1% hlut í 365 fyrir hrun bankanna, en Rauðsól ehf. yfirtók 365 í nóvember 2008.

Hugskot var með neikvætt eigið fé um 60 milljónir króna árið 2009 er fram kemur í ársreikningi. Þar kemur einnig fram að gjaldfallinn höfuðstóll langtímalána nemi 55 miljónum króna sem að stærstum hluta var í erlendri mynt. Ari er ekki í persónulegri ábyrgð fyrir skuldunum.