Unity Investments, félag í eigu Baugs Group, Stoða og Kevin Sanford, er ekki lengur stærsti hluthafi Woolworths.

Félagið á um 10% eignarhlut í bersku verslanakeðjunni, en íranskur fasteignakaupmaður, Ardeshir Naghshineh, hefur verið að byggja upp stóran eignarhlut í Woolworths upp á síðkastið. Fjárfestingafélag hans heldur nú utan um 10,2% hlut í Woolworths.

Woolworths hefur átt í talsverðum rekstrarerfiðleikum og gæti selt frá sér eignir eða rekstrareiningar. Talið er mögulegt að Ardeshir Naghshineh vilji kaupa eignaleigusamninga af Woolworths.

Hlutabréf Woolworths hækkuðu um 9% í dag.

Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.