Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1.
© BIG (VB MYND/BIG)

Bankar, lífeyrissjóðir og önnur fjármálafyrirtæki eiga samtals tæpan 74,3% hlut í N1. Á lista yfir 20 stærstu hluthafa olíuverslunarinnar sem birtur var í gær í aðdraganda skráningar hlutabréfanna á markað í dag, skera tvö félög sig úr. Það eru Helgafell ehf og Landsýn ehf.

Helgafell ehf á 1,59% hlut í N1. Félagið er í eigu eigenda heildverslunar Nathan & Olsen. Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, er framkvæmdastjóri félagsins. Þá á Landsýn ehf, félag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, 1,3 % hlut í N1.

Stærstu tveir hluthafar N1 eru Framtakssjóður Íslands og Lífeyrissjóður verslunarmanna með samtals 30,9% hlut.

Viðskipti hefjast með hlutabréf N1 í Kauphöllinni í dag og mun Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, þá hringja viðskiptin inn klukkan hálf tíu. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, mun í framhaldinu halda tölu og bjóða félagið velkomið á markað. Þetta er þriðja félagið sem skráð er í Kauphöllina á árinu. Mikil umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í almenna útboðinu sem lauk í síðustu viku.

Aðalfundur N1 2013
Aðalfundur N1 2013
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Bjarni Ármannsson á aðalfundi N1.