Skuldabréfaútboð pólska fjarskiptafyrirtækisins Play upp á jafnvirði 140 milljarða íslenskra króna er það þriðja þar í landi frá áramótum. Fjárfestingarfélagið Novator, sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, á tæpan 50% hlut í Play. Play er einskonar systurfyrirtæki Nova.

Þegar best lét í byrjun árs 2008 átti Notavor 75% hlut í Play. Talsvert vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Hlutur Novator heyrir undir uppgjör sem Björgólfur gerði við lánardrottna sína og má segja að eignahluturinn sé veðsettur þeim enda rennur allur arður af fyrirtækinu til þeirra. Björgólfur sagði í samtali við Viðskiptablaðið, þar sem hann fór yfir skuldauppgjörið á síðasta ári, að Play væri sú fjárfesting sem hann einbeitti sér að í augnablikinu.

Auk þessara tveggja erlendu fjárfestinga Novator hefur Björgólfur fjárfest í nokkrum fyrirtækjum hér á landi. Þar á meðal er auk Nova, gagnaverið Verne og tölvuleikjaframleiðandinn CCP.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .