*

laugardagur, 24. október 2020
Erlent 5. ágúst 2020 07:03

Sala Play gæti numið 128 milljörðum

Fjarskiptafélagið Play er talið vilja selja hluta af fjarskiptaeignasafni sínu og gæti salan numið allt að 800 milljónum evra.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir.
Aðsend mynd

Pólska fjarskiptafélagið Play, sem fjárfestingafélag Björgólfs Thor á um 20% hlut í, hefur tilkynnt um mögulega sölu á fjarskiptaeignasafni sínu. Salan gæti numið allt að 800 milljónum evrum, andvirði um 128 milljarða króna. Þetta er haft eftir heimildarmönnum Bloomberg.

Um er að ræða 8.000 staðsetningar á fjarskiptatækjum Play sem eru til sölu, þar af eru 4.000 svo nefndir fjarskiptaturnar. Salan er sögð vera liður í stefnu félagsins að koma innviðum þess í verð og er í vinnslu. Björgólfur tísti um málið í gær.

Eftirspurn eftir innviðum sem teljast þráðlausi, líkt og fjarskiptaturnum, hefur aukist sökum langtíma stöðugleika eignanna. „Fjármunirnir sem myndu koma í kjölfarið á sölunni gætu nýst Play mjög vel. Hvort sem félagið ákveður að styrkja fjárhagsstöðu sína eða auka fjárfestingar sínar í 5G uppbyggingu,“ er haft eftir markaðsaðila sem Bloomberg ræddi við.

Talið er að formlegar úrvinnsla á sölunni geti hafist árið 2021 en fulltrúi Play neitaði að tjá sig um málið.

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs, seldi um 5% hlut í Play í Póllandi í vor fyrir ríflega 13 milljarða króna. Jafnframt seldi Novator í Play fyrir um 12 milljarða króna í september og á nú 20,1% í félaginu sem er metinn á um 60 milljarða króna. Play var skráð á hlutabréfamarkað árið 2017.