Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagið sem bandaríski öldungurinn og milljarðamæringurinn Warren Buffett hefur stýrt um áratugaskeið gerði tilboð í NYSE Euronext-kauphallarsamstæðuna í nóvember í fyrra. Fjárfestingarfélagið lagði ekki fram tilboð í eigin nafni heldur undir fyrirtækjaheitinu Company A. Buffett hafði ekki vinninginn í þessa skiptið en hluthafar tóku tilboði keppnautarins Intercontinental Exchange (ICE) í markaðinn rétt fyrir jól upp á 8,2 milljarða dala.

NYSE Euronext rekur hlutabréfamarkaði beggja vegna Atlantsála, s.s. í Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og víðar.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar að Bershire Hathaway hafi keypt hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum í kreppunni, s.s. í fjárfestingarbankanum Goldman Sachs og iðnsamsteypunni General Electrics. Þá hefur Buffett gert víðreist um heim allan og skoðað fjárfestingarkosti.

Bloomberg stjórnir beggja markaða hafa samþykkt tilboðin og sé gert ráð fyrir að viðskiptin gangi í gegn á seinni hluta ársins.