Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 26. maí var farið fram á að Háuklettar ehf., félag sem er í eigu Erlends Hjaltasonar, fyrrverandi forstjóra Existu, yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Háuklettar, sem voru stofnaðir utan um hlutabréfakaup í Existu þegar félagið var skráð í Kauphöll Íslands árið 20006, tapaði um 540 milljónum króna árið 2008.

Tapið var tilkomið vegna óinnleystrar gangvirðisbreytingar hlutabréfa og fjármagnskostnaðar. Eigið fé Háukletta var neikvætt um 597 milljónir króna í lok ársins. Félagið hélt utan um 0,1% hlut í Existu þegar fjármálakerfið hrundi í október 2008.