Engar eignir fundust upp í 345 milljóna króna kröfur í þrotabú Fjárfestingafélagsins Orka. Félagið átti tvær sumarbústaðalóðir í Biskupstungum og iðnaðarhúsnæði við Rauðhellu í Hafnarfirði. Eignirnar eru ekki lengur í búinu. Inga Lillý Brynjólfsdóttir, skipastjóri þrotabúsins, segir eignirnar ýmist hafa verið seldar eða lánardrottna tekið þær yfir.

Íslandsbanki og Landsbankinn eru kröfuhafar félagsins en ein krafa er frá sýslumanninum í Hafnarfirði.

Annar af tveimur eigendum Fjárfestingafélagsins Orku var Rúnar Þröstur Grímsson. Hann keypti við annan mann Tívolílóðina svokölluðu og tvær nærliggjandi lóðir í Hveragerði af fyrri eigendum fyrir um 460 milljónir króna árið 2006. Rúnar Þröstur hafði á þeim tíma komið að byggingaiðnaði á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í byggingu iðnaðarhúsa í Hafnarfirði. Tívolíð var reist í Hveragerði árið 1987 og gekk það í nokkur ár en var komin í hendur Búnaðarbankans aðeins sjö árum síðar. Tívolíið var rifið niður nokkrum árum síðar og stóð þá lóðin eftir.

Fjárfestingarfélagið Orka var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdóms Reykjaness 31. maí síðastliðinn og lauk skiptum á búinu 21. ágúst.