Ursus, félag Heiðars Más Guðjónssonar, hefur keypt 16,5% hlut Reykjanesbæjar í HS Veitum. Kaupverðið nemur 1.520 milljónum króna, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins ( RÚV ). Þar segir að bæjarráð Reykjanesbæjar hafi samþykkt söluna fyrir viku. Við þetta fer hlutur Reykjanesbæjar í HS Veitum úr 66,7% í 50,1%. Félag Heiðars á m.a. stóra hluti í Vodafone.

Hluturinn hefur verið í söluferli í um tvö ár.

Á móti félags Heiðars Más á Orkuveita Reykjavíkur (OR) um 16% hlut í HS Veitum, Hafnarfjarðarbær á rúm 15% og sveitarfélög á Suðurnesjum 1,2%. RÚV segir að sveitarfélögin og OR hyggist selja hluti sína til Ursusar sem muni eignast ríflega þriðjungshlut í HS Veitum.