*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 10. febrúar 2014 17:56

Félag Heiðars Más og lífeyrissjóða kaupir hlut í HS Veitum

Félagið Ursus I slhf greiðir 3.140 milljónir króna fyrir rúman 34% í HS Veitum.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Reykjanesbær, Orkuveita Reykjavíkur (OR), Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar hafa undirritað samning um sölu á samtals 34,38% hlutafjár í HS Veitum hf. Kaupandi hlutanna er Ursus I slhf og greiðir félagið 3.140 milljónir króna fyrir hlutinn.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Reykjanesbæ á enn 50%

Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar viðskiptanna verða HS Veitur eftir sem áður í meirihlutaeigu Reykjanesbæjar (50,10%) en aðrir hluthafar félagsins eru Ursus I (34,38%), Hafnarfjarðarbær (15,42%) og Sandgerðisbær (0,10%). Ursus I er samlagshlutafélag í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, auk annarra fagfjárfesta, utan um fjárfestinguna í HS Veitum.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annaðist opið söluferli á eignarhlutnum í HS Veitum og hafði milligöngu um viðskiptin.