Ursus ehf., sem er í eigu Heiðars Más Guðjónssonar, tapaði 52,6 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Árið 2012 varð 26 milljóna hagnaður af rekstri félagsins. Eignir félagsins námu tæpum 780 milljónum króna um síðustu áramót samanborið við 1.180 milljónir árið á undan.

Í lok síðasta árs námu skuldir 564 milljónum en í loks ársins 2012 námu þær 850 milljónum. Eigið fé nam 215 milljónum en árið 2012 nam það 332 milljónum króna. Félagið átti um síðustu áramót m.a. hlut í Fjarskiptum hf. Bókfært virði hlutarins var metið á ríflega 500 milljónir króna um síðustu áramót.