Helgi Magnússon
Helgi Magnússon
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Félag í meirihlutaiegu Helga Magnússon, stjórnarmanns í Marel og og stjórnarformanns Samtaka iðnaðarins, seldi í dag um 800 þúsund hluti í Marel. Markaðsvirði hlutanna er rúmlega 100 milljónir króna. Helgi er jafnframt stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem er fjórði stærsti hluthafinn í Marel.

Tilkynnt var um söluna til Kauphallar í dag, en Eignarhaldsfélagið Harpa ehf. hélt um bréfin í Marel. Harpa er í meirihlutaeigu Helga, sem á 56% í félaginu. Aðrir eigendur eru Sigurður Gylfi Magnússon með 21% hlut, Þóra Guðrún Óskarsdóttir með 16% hlut og aðrir með 7% hlut.

Helgi seldi einnig í Marel í síðustu viku, þá hluti sem félagið Varðberg hélt um. Það er í 100% eigu Helga. Þá seldi hann 200 þúsund hluti fyrir um 25,5 milljónir króna.

Eftir viðskiptin í dag á Eignarhaldsfélagið Harpa um 5,3 milljónir hluta í í Marel, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Markaðsvirði þess hlutar er um 666 milljónir miðað við gengi bréfanna í dag.