Hjörleifur Jakobsson
Hjörleifur Jakobsson
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Félagið Feier ehf, sem er í eigu Hjörleifs Jakobssonar, hefur selt allan eignarhlut sinn í Hampiðjunni. Félagið átti 13,71% hlut í Hampiðjunni eða fyrir rúmlega 68,5 milljónir hluta að nafnverði. Salan gekk í gegn á genginu 20 krónur á hlut og nemur söluandvirðið því 1.371 milljón króna.

Fram kemur í tilkynningu að kaupendur eru fagfjárfestar hjá Eignarstýringu fagfjárfesta Arion banka. Stærsti kaupandinn er Frjálsi lífeyrissjóðurinn á eftir viðskiptin á 5,6% hlut í Hampiðjunni. Aðrir í kaupendahópnum eiga minna en 5%.