*

sunnudagur, 5. desember 2021
Erlent 20. júlí 2020 12:07

Félag í eigu Alibaba á markað

Félagið Ant Group, sem stofnað var af Jack Ma, stefnir á frumútboð og er nú metið á um 200 milljarða dollara.

Ritstjórn
Jack Ma er einnig stofnandi og stjórnarformaður Alibaba.
epa

Félagið Ant Group, sem er í þriðjungs eigu Alibaba, er verðmætasta fjármálatæknifyrirtæki (e. fintech) heims en það stefnir á frumútboð (e. IPO). Bréf félagsins verða skráð í kauphöll Shanghai og Hong Kong. Ant, sem var stofnað af Jack Ma, var metið á um 150 milljarða dollara árið 2018 þegar það auk við hlutafé sitt. PayPal metur félagið nú á um 204 milljarða. 

Miðað við núverandi virði félagsins gæti útboðið orðið eitt það stærsta á þessu ári en ekki er ljóst hvenær útboðið verður eða hversu miklu fé á að safna. Til samanburðar er félagið Palantir metið á um 20 milljarða dollara og er frumútboð félagsins það stærsta hjá sprotafyrirtæki síðan Uber fór á markað í fyrra. Financial Times fjallar um málið.

Félagið hefur nýlega breytt nafni sínu úr Ant Financial yfir í Ant Group og leggur áherslu á að það sé tæknifyrirtæki, ekki fjármálafyrirtæki. Samt sem áður nota um 900 milljón manns greiðsluforrit félagsins árlega.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma Ant Group