Hardy Aimes, hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Íslenski fjárfestingasjóðurinn Arev á 49,3% í félaginu. Tilkynning um  kom eftir að félagið óskaði eftir að viðskipti með bréf þess yrðu stöðvuð á AIM-hlutabréfamarkaðnum í London.

Hardy Aimes hafði nýlega óskað eftir frekari stuðning frá Arev, en ekki hlotið. Á síðasta ári lánaði Arev félaginu 3,2 milljónir punda til að hleypa krafti í smásöluverslunarhluta sinn. Í júní á þessu ári hafði Arev lánað félaginu 1,5 milljón punda, að því er kom fram í hálfsársuppgjöri. Á fjárhagsárinu sem endaði í júní hafði félagið tapað 1,7 milljón punda. Ástæðan er sögð verri afkoma kvenfatalínu en vænst var.

Á miðvikudag sögðust forsvarsmenn Hardy Aimes leita allra leiða til að finna áhugasama fjárfesta inn í félagið. Þó er alls óvíst hvað kemur upp úr þeim viðræðum, að því er kom fram í tilkynningu.

Hardy Aimes var stofnað í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinnar, og var um langt skeið opinber klæðskeri hennar hátignar Englandsdrottningar.