MK One tískuvöruverslunin, sem er í eigu Baugs, hefur hætt sölu á fatnaði sem framleiddur er í einræðisríkinu Myanmar, eða Burma, segir í frétt breska sunnudagsblaðsisn The Observer.

MK One hefur ekki viljað gefa upp hvar föt fyrirtækisins eru framleidd, en breska blaðið segir nýja eigendur vera meira vakandi fyrir því hvar söluvara þeirra er framleidd.

Rúmlega 130 fataverslanir í Bretlandi, þar á meðal ASDA og Next, hafa reglur um að kaupa ekki vörur frá Myanmar, margir saka um gróf mannréttingarbrot.