Félagið 101 Capital ehf., félag Ingibjargar Pálmadóttur, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Það var gert skömmu fyrir áramót, samkvæmt tilkynningu í Lögbirtingablaðinu.

Ingibjörg átti 101 Capital í gegnum félagið Eignarhaldsfélagið ISP ehf.

Í stofngögnum um félagið segir að tilgangur þess sé „fjárfestingar í tækifærum sem stjórn félagsins telur álitlegar á hverjum tíma, þróun á hugmyndum og hugmyndavinna ýmis konar. Rekstur á fasteignum og önnur skyld starfsemi“.

101 Capital hefur aðeins einu sinni skilað ársreikningi. Það var fyrir árið 2007, sama ár og félagið var stofnað. Tap þess árs nam um 2,3 milljörðum króna og var eigið fé í lok árs neikvætt um sömu fjárhæð. Félagið átti hlut í Landic Property sem var metinn á nærri 7 milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.