IP Studium Reykjavík ehf., félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, tapaði 67,1 milljón króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði og skatta nam 25,7 milljónum samanborið við um 175,4 milljóna hagnað árið áður.

Alls nema eignir félagsins 799 milljónum, þar af eru fasteignir verðmetnar á nærri 550 milljónir. Eignarhlutir í félögum nema
230 milljónum en félagið á 12,5% hlut í 365 miðlum. Hlutafé nam í árslok 2011 alls 321,5 milljónum en hlutafé var aukið í júlí síðastliðnum um nærri 140 milljónir króna. Ársreikningi félagsins var skilað til Ársreikningaskrár í lok október en síðast  var ársreikningi skilað fyrir árið 2008. Ársreikningum áranna 2009 og 2010 hefur ekki verið skilað.